Bollu brauð

Það sem til þarf er:

f. 6

2 tilbúin pizzdeig (ekki útrúlluð)

Ca. 50 gr. smjör, brætt

Blóðbergs- eða rósmarín greinar

1-2 msk. polenta

Gróft sjávarsalt

Tær snilld! Að kaupa gott tilbúið pizzadeig, þegar ekki er tími til að búa til brauð frá grunni, virkar einsogégveitekkihvað :-D Prófaðu endilega.

Svona geri ég:

20 cm lausbotna kökuform er smurt að innan með olíu og polentan er hrist innaní forminu svo hún þeki botn og hliðar. Deigunum er skipt í ca. 14 jafnstóra hluta og þeir hnoðaðir létt í litlar bollur, sem er jafnað í formið. Þær þekja ekki botninn, en fylla vel útí eftir hefingu. Mér finnst fínt að láta deigið hefast í 1-2 klst. undir plastfilmu áður en ég baka það.

Ofninn er hitaður í 200°C. Smörið er brætt og kælt aðeins, svo er því penslað yfir brauðið. Að lokum er blóðbergi og grófu salti dreyft yfir og brauðið bakað í 30–35 mín. Tekið úr forminu um leið og það hefur kólnað aðeins .

Verði þér að góðu :-)

Fallegt og gott!