Jógúrt pairfaits
Það sem til þarf er:
Það sem til þarf er:
F. 4
2 bollar fersk jarðarber, þvegin og skorin í bita
1/2 askja fersk bláber
1 vel þroskað mangó, skrælt og skorið í teninga
4 tsk. hunang eða hlynsíróp
1 bolli grísk jógúrt
4-6 engiferkexkökur, muldar gróft
Easy peacy..! Það þarf ekki alltaf að hafa mikið fyrir, til að geta boðið upp á fallegan og góðan eftirrétt, þessi er mjög ferskur og fallegur.
Svona geri ég:
Svona geri ég:
4 skálar eru gerðar klárar. Berjum, mangói og hunangi/hlynsíropi er blanda saman í skál og látið standa í smástund. Rúmlega helmingnum af berja/mangó blöndunni er skipt á milli skálanna, síðan er jógúrtin sett ofan á ávextina og að lokum er restinni af ávöxtunum dreift ofan á ásamt muldum engiferkexkökum og nokkrum dropum af hunangi/sírópi. Borið strax á borð.
Verði þér að góðu :-)
Verði þér að góðu :-)
Fagur og ferskur 🍨
Fagur og ferskur 🍨