Ferrero Rocher ostakaka

Það sem til þarf er:

f. 10-12

140 gr. ósalt smjör

300 gr. hafrakex

500 gr, rjómaostur, mjúkur

85 gr. flórsykur

3 dl rjómi

1 tsk. vanilludropar

15 stk. Ferrero Rocher molar (5 grófsaxaðir til að hræra í fyllinguna og 10 ofaná í skraut)

4-5 msk. Nutella

25 ristaðar heslihnetur, gróf saxaðar

Ferrero Rocher molinn er yndislega góður einn og sér.... en ef þú blandar honum saman með rjómaosti, Nutella, ristuðum heslihnetum og þeytturm rjóma ertu komin með dásamlega ostaköku. Þessa þarf ekki að baka og er fljótlegt að búa hana til :-) Falleg á borði og svo góð og mikill munaður að hún getur verið eftirréttur í hvaða matarboði sem er ;-D

Svona gerði ég:

Ofninn hitaður í 180°C, og hneturnar steikar í 8 mín., kældar og húðin nudduð af þeim milli lófanna og saxaðar gróft, geymdar. Smjörið er brætt í litlum potti, kexið er mulið í matvinnsluvél eða sett í poka og barið með kökukefli. Smjörinu er blandað saman við kexið og því síðan hellt í 23 cm. lausbotna form og pressað niður í formið til að búa til botninn. Rjómaosturinn og flórsykurinn er hrærður í vél, það til hann er mjúkur. Rjóminn og vanillan er þeytt saman í annarri skál, þar til rjóminn myndar mjúka toppa, þá er rjómanum blandað varlega saman við rjóma-ostinn og 5 grófsöxuðum molum bætt útí. Fyllingunni er smurt yfir kexbotninn, plastfilma sett yfir og kakan kæld í minnst 6 tíma eða yfir nótt. Þegar kakan er köld er Nutellað sett í pott og brætt á lágum hita þar til það er fljótandi, kælt lítillega áður en því er smurt yfir kökuna. Skreytt með restinni af molunum og heslihnetunum. Halda kökunni kaldri þar til hún er borin á borð.

Verði þér að góðu :-)

Æðisleg ostakaka 🫠