Camembert og skinku toast

Það sem til þarf er:

f. 1

25 gr. silkiskorin skinka

2 brauðsneiðar

1 tsk ólífu olía

3 sveppir, í sneiðum (kastaníu sveppir eru góðir)

1 tsk. gróft sinnep

Smjör til að smyrja með

Ca. 30 gr. Camembert, í geirum

Salt og svartur pipar

Steinselja (má sleppa)

Það er nauðsynlegt að dekra við sig á sunnudögum. Hér er ein leið til að gera það, ristuð samloka með skinku, sveppum og bræddum Camembert. Nammigóð í sunnudags hádegismatinn eða í kaffinu eða bara hvenær sem er.

Svona verði ég:

Grillið í ofninum hitað. Skinkunni er komið fyrir á milli brauðsneiðanna. Samlokunni er stungið í samlokupoka sem má fara í brauðristina og samlokan ristuð, síðan smurð, öðru megin, með smjöri og grófkorna sinnepinu. Olían er hituð á pönnu og sveppirnir steiktir, saltaðir og pipraðir. Sveppirnir eru síðan settir ofaná sinnepið og að lokum Camembertinn. Samlokunni er svo stungið undir grilið og hún grilluð þar til osturinn bráðnar og samlokan er heit. Steinselju drussað ofaná ef þú vilt.

Verði þér að góðu :-)

Ummm 🍄🧀