Börger melts

Það sem til þarf er:

f. 4

4 msk. olía

2 stórir laukar, í þunnum sneiðum

1/2-1 msk. sykur

1 tsk. kúmen

Sjávarsalt og nýmalaður pipar

4 gæða hamborgarar, þykka týpan

8 hvítar brauðsneiðar

150 gr. sterkur Gouda eða Cheddar, í sneiðum

2-3 msk. mangó chutney eða chilisulta

Mjúkt smjör til að smyrja með

Meðlæti:

Pickles

Djúpsteiktir laukhringir

Krullu franskar

Hólý smokes! "Junk food heaven" Finnst þér ekki æði fá þér svoleiðis mat stundum, eiginlega nauðsynlegt? Það er reyndar ósanngjarnt að segja að það sé "junk" í þessum bræðingi, kjöt, brauð og laukur, svo við erum góð, er það ekki? :-D

Svona geri ég:

Helmingur af olíunni er hitaður á stórri pönnu og laukurinn er steiktur, ásamt sykri, kúmeni, salti og pipar við vægan hita þar til hann er mjúkur og karmellaður, ca. 20 mín. Settur til hliðar á disk. 4 brauðsneiðar eru smurðar með þunnu lagi af mangó chutney eða chilisultu. Helmingnum af ostinum og lauknum er skipt á milli sneiðanna. Pannan er strokin að innan og restin af olíunni er hituð á pönnunni og borgararnir eru steiktir á háum hita þar til þeir eru vel brúnaðir að utan, en eins bleikir og þú vilt að innan, saltaðir og pipraðir. Borgararnir eru settir ofaná laukinn, svo er restinni af lauknum og ostinum sett ofaná og síðast hin brauðsneiðin. Pannan er þvegin og hituð á meðalhita. Smjöri er smurt á aðra sneiðina og samlokan sett á heita pönnuna. Hreinn þungur pöttur er settur ofaná, til að fergja lokuna. Snúið og smurt hinumegin þegar lokan er ristuð, potturinn settur aftur ofaná, þar til hún er ristuð og gegnheit. Borin fram sjóðheit beint af pönnunni, með pickles, laukhringjum, krullu frönskum og ísköldum bjór.

Verði þér að góðu :-)

Hólý smokes 🍔