DeLuxe fiskur og franskar

Það sem til þarf er:

F. 4

Fiskur og franskar:

600 gr. þorskhnakki

6 msk. jómfrúarolía, jafnvel meira

2 bollar Panco brauðmylsna

1 1/2 tsk. timian, rúmlega

1 sóló hvítlaukur, rifinn fínt á Microplane rifjárni

1 tsk. svartur pipar

1/4 bolli Dijon sinnep

2 stór egg

1 1/4 bolli hveiti

600 gr. rauðar kartöflur, vel þvegnar, með hýðinu á

1 1/2 tsk. sjávarsaltflögur

Tartare sósa:

1/2 bolli majónes

1 msk. capers

1 msk. tilbúin piparrót

1 msk. saxað ferskt dill

1/2 tsk. sítrónusafi

1/2 tsk. fín rifinn sítrónusafi

Salt og pipar

Meðlæti:

Sítrónubátar

Nú er gaman, hér er á ferðinni lúxus fiskur og franskar, sem flestir elska, með geggjaðri tartare sósu til að dífa í. Það sem er dásamlegast er, að það þarf ekki að djúpsteikja neitt, allt gert i ofninum og má gera fyrir fram. Endilega sláðu til og búðu til fiskinn og frönskurnar og þér að segja eru þær geggjaðar, þú skilur hvað ég meina þegar þú ferð að narta í ær ;-)

Svona geri ég:

Sósan: Öllu hráefninu er bandað saman í skál og smakkað til með salti og pipar. Látin í ísskápinn þar til á að borða.

Franskar: Ofninn er hitaður í 250°C. Kartöflurnar eru þvegnar mjög vel, en ekki skræla þær. Síðan eru þær skornar í fingurþykka bita, sem eru settir í stóra skál. 4 msk. af olíunni er hellt yfir þær og 1/2 tsk. af salti og 1/2 tsk. af pipar. Blandað vel saman og katröflunum er síðan dreift yfir ofnskúffu sem er pappírsklædd og þær bakaðar í um 15 mín., í neðstu hillunni í ofninum. Þá er hitinn lækkaður niður i 220°C, fiskum stungið inn í ofninn og bakað áfram í um 10-15 mín., eða þar til kartöflurnar eru mjúkra að innan en stökkara og gylltar að utan og fiskurinn gegnsteiktur. Teknara úr ofninum og saltaðar.

Fiskurinn: 2 msk. af olíunni er hitaður á pönnu og kryddað með 1/2 tsk. af pipar, timian og hvítlauknum, síðan er Panco raspinu hellt út á pönnuna og öllu blandað vel saman á meðan mylsnan ristast, ca. 5 mín. Á meðan eru eggin og Dijon sinnepið þeytt saman í skál. Fiskurinn er skorinn í ca. 2 1/2 cm þykka fingur, kryddað með 1 tsk. af salti og 1/2 tsk. af pipar. Hveiti er sett í flata skál og fiskfingrunum er velt upp úr hveiti, síðan upp úr sinneps blöndunni og í restina upp úr kryddmylsnunni. Þetta má gera um 4-5 tímum áður, en á að borða, en þá er best að geyma hann í ísskáp, en ekki breiða yfir hann plast, hafa hann óvarinn. Fisk fingurnir eru settir á ofngrind og þegar allur fiskurinn er hjúpaður, er hann settur inn í ofninn og bakaður í 10-15 mín., eftir þykkt, beint fyrir ofan kartöflurnar, þegar þú lækkar hitann í ofninum og kartöflurnar hafa bakast í 15 mín. Fiskurinn er saltaður þegar hann kemur úr ofninum. Borinn sjóðheitur á borð með kartöflunum, sósunni og sítrónubátum.

Verði þér að góðu :-)

Sósan

Franskar

Fiskurinn

DeLuxe 🥰