Salsamýs

Það sem til þarf er:

Kjötbollur (eins margar og þú vilt)

Hrátt spagetti

Svört piparkorn

Möndluflögur

Salsa

MÝSsvamla í sósunni....

Svona ferðu að því:

Kjötbollunum er velt uppúr nokkrum skeiðum af salsa. Spagettíið er brotið í stærð sem samsvarar til veiðihára á kjötbollumúsinni, þeim er stungið í, piparkorn sett fyrir augu, möndluflögur notaðar fyrir eyru. Músunum er svo komið fyrir á fati og salsanu hellt haganlega um og í kringum mýsnar. Borið fram með „graskers“ tortillum og nachos, og sýrðum rjóma í skál.... yummí.

Á ég að segja "verði þér að góðu"?

     Passar hvort með öðru 🎃🐭