Chile beef salat vefjur

Það sem til þarf er:

f. 2-3

Ólífu olía til að steikja úr

200 gr. fítulítið svínahakk

200 gr. fitulítið nautahakk

Seasamolía til að steikja úr

2 hvítlauksrif, fínsöxuð

5 cm. biti af engiferrót, fínsaxaður

1 msk. ljós púðursykur

1 msk. fiskisósa

Safi úr 1/3 lime og allur  börkurinn, fínrifinn

3 vorlaukar, saxaðir

Salt og pipar

1 Iceberg haus, laufin tekin í sundur

Dressing:

1 msk. soyasósa

Safi úr 1/2 lime

1 tesk. sesamolía

1/2 rautt chili, í þunnum sneiðuum

Lítið búnt kóríander, saxað

2 tsk. fiskisósa

1 tsk. ljós púðursykur

1 msk. ólífu olía

Núna langar mig í eitthvað létt og þægilegt í matinn, helst svolítið spicy.  Það á að skreyta jólatréð í kvöld svo það er ekki mikill tími til að vera í eldhúsinu.  Ég ætla að skella í svona vefjur, þær eru svo léttar í magann og rosalega auðveldar að koma á borðið ;-)

Svona geri ég: 

Best er að byrja á að hræra saman dressinguna og smakka hana til með salti og pipar.  Síðan er stór panna hituð með smá olíu.  Hakkið er steikt í olíunni í 5-7 mín., saltað og piprað.  Það er sett í sigti til að láta fituna leka vel af því, það er svo sett á pönnuna aftur og brúnað vel og losað í sundur, sett til hliðar.  Pannan er strokin með pappír að innan og 1 msk. af sesamolíu hituð á henni.  Þá er hvítlauk, engifer og chili bætt á hana og steikt með smá salti og sykrinum í 2 mín.  Hakkinu er svo hellt útí og blandað vel saman og í lokin er fiski-sósunni, vorlauk, limeberki og safa bætt við og hitað í gegn.  Þegar þú berð vefjurnar á borð setur þú nokkra skeiðar af hakki í salatlauf og drussar smá dressingu yfir og rúllar vefjunni upp og bítur í.

Verði þér að góðu :-)

Lauflétt 🫧