Kjúklingaspjót  með lauksósu

Það sem til þarf er:

Ca. 16-20 spjót

4 kjúklingabringur

2 msk. ólívu olía

2 msk. hvítvínsedik

1 tsk. sítrónubörkur, fín rifinn

1 msk. sítrónusafi

2 hvítlaukrif, pressuð

1 tsk. salt

1/4 tsk. nýmalaður svartur pipar

1/4  tsk. oregano, þurrkað

1/4 tsk. timian, þurrkað

Lauksósan:

1 1/2 dl hrein jógúrt

2 msk. gaslaukur,  fín saxaður

2 tsk. laukur, rifinn á rifjárni

1/8 tsk. salt

1/8 tsk. nýmalaður svatur pipar

Partý, partý!!  Ein tillaga að skemmtilegum og ljúffengum partýmat, sem er auðveldur og flottur á borði og rennur ljúft miður með góðum kokteil eða glasi af Prosecco.  Má útbúa að mestu fyrir farm.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Kjúklingabringurnar eru skornar langsum í 16-20 lengjur.  Lengjunum er stungið í rúmgóða skál eða plastpoka með rennilás. 

Marinering:  Ólívu olían , edik, sítrónusafi- og börkur, hvítlaukur, salt, oregano, timian og piparnum, er blandað saman og hellt yfir kjúklinga strimlana. Marinerað íallavega 4 tíma upp í 1 sólarhring, hrært í við og við.  Það getur verið gaman að bera hvert spjót  fram í mjóu glasi með sósu í botninum, til að dýfa spjótunum í.  Ef þú átt ekki nígu mörg glös er u spjótin sett á bakka, og sóan í skál með.

Steiking:  Kjötið er tekið upp úr marineringunni og henni hent, síðan er kjöti þrætt upp á litla grillpinna og steikt á grillpönnu eða á grillaðir á útigrilli í 7-10 mín.,  eða þar til kjötið er gegn steikt, snúið einu sinni á steikingar tímanum. 

Lauksósan:  Öllu hráefninu er hrært vel saman í skál og stungið í ísskap þar til á að nota hana.  Má gera 2-3 dögum áður.

Verði ér að góðu :-)

Grísk godjössness 💛🍋