Rabarbara- og appelsínu mauk
Það sem til þarf er:
ca. 3 venjulegar sultukrukkur
1.3 kg. rabarbari, skorinn í sneiðar
2 bollar sykur
2 tesk. fínrifinn appelsínubörkur
1/3 bolli appelsínusafi
1/2 bolli vatn
Úff.... það er nóg af rabarbara í garðinum! Það er eins gott að bretta upp ermarnar og gera eitthvað við hann, enn eina sultuútgáfuna eða maukið, annars verð ég ósátt í vetur, þegar ég fer að sakna hans ;-) Þessa fann ég á Allrecipes. Hún er mög góð, appelsínan og rabbóinn eru greinilega góðir vinir, alveg öruggt mál. Mér finnst þetta mauk passa mjög vel með ristuðu brauði og á rúnnstykki með osti og tebolla, góðan daginn ;-)
Svona förum við að:
Öllu skutlað í meðalstóran pott. Suðan látin koma upp, þá er hitinn lækkaður og látið malla rólega í 45 mín. Passa að hræra í af og til. Sett heitt í hreinar og sterilar krukkur, sannarlega ekki flókið. Sultunni er ausið sjóðandi heitri í hreinar, sterilar krukkur. Það er mikilvægt að fylla krukkurnar vel og að engar loftbólur séu í maukinu. Þessvegna er ágætt að hræra nett í maukinu með grillpilla eða einhverju slíku, áður en þú lokar krukkunni. Ég skil eftir ca. 2 mm borð efst í krukkunni og klippi út smjörpappírslok og set ofaná áður en ég loka krukkunni fast. Ég læt krukkurnar standa á hvolfi á meðan þær kólna alveg. Óopnuð krukka geymist á köldum stað í nokkurn tíma.
Verði þér að góðu :-)
Svona sótthreinsa ég krukkur:
Ég hita ofninn í 150°C. Nýþvegnum krukkum og lokum er raðað í ofnskúffu og þær bakaðar í ofninum í 20 mín. Sultunni er ausið sjóðheitri í krúkkurnar.