Kjúklingabringur með Dijon, tarragon og sveppum

Það sem til þarf er:

f. 4

4 kjúklingabringur

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

1 box sveppir, í sneiðum eða 4 hlutum

Olía og smjör til að steikja sveppina úppúr

1 hvítlauksrif, marið

1 laukur, í sneiðum

3 msk. Dijon sinnep

1/2 msk. tarragon

1/2 L hvítvín

Smá slurkur Calvados eða Brandý

Rjómi

Meðlæti:

Ofnbakaðir kartöflubátar 

Soðnar sykurbaunir

Ljúffengur kjúklingaréttur, með einum af uppáhalds kryddunum mínum, tarragon, elska þetta létta anísbragð og parað með Dijon sinnepi, æði.  Allt gert á einni pönnu og allt auka stúss í lágmarki, sem ég elska.  Upplagt að skera kartöflur í báta, krydda þá og baka í ofninum á meðan þú eldar bringurnar, yndi.

Svona geri ég:

Olía er hituð á pönnu, bringurnar eru saltaðar og pipraðar og steiktar gylltar á báðum hliðum, teknar til hliðar á disk.  Smjöri er bætt á pönnuna og sveppirnir eru steiktir gylltir, þá er lauk og hvítlauk bætt á pönnuna og steikt þar til laukurinn er meyr og aðeins farinn að brúnast.  Að lokum er tarragoni og sinnepi bætt útí ásamt hvítvíninu og Calvadosinu og það soðið í 2-3 mín.  Bringunum er bætt útí og látið malla saman í 25 mín., án þess að setja lok á pönnuna.  Það er ágætt að snúa bringunum 1-2 sinnum á suðutímanum.  Smakkað til með salti, pipar, tarragon og í lokin rjóma eins og þér finnst  passa.

Verði þér að góðu :-)

Ljúft 😌