Heslihnetu hunang

Það sem til þarf er:

ca. 2 krukkur

100 gr. ósteiktar heslihnetur

200 gr. krukka Acaciu hunang (eða annað fljótandi hunang)

Hvernig er best lýsa þessu.. hugs.. Gómsætt! Gott með ostum eða sett ofaná grísku jógurtina í morgunmat, yfir ávexi og ís, nýbakaðar vöfflur. Ég gæti haldið áfram og áfram.... <3

Svona er farið að:

Hitaðu ofninn í 200° C. Hneturnar eru settar á bökunarplötu og bakaðar í 6 mín. Það þarf að passa tímann nokkuð vel, því hneturnar brenna auðveldlega. Þá eru þær látnar kólna aðeins og síðan settar á hreinan klút og húðin nudduð af þeim, hún er frekar beisk og leiðinleg. Ef hún fer ekki nánast öll af, finnst mér gott að setja hneturnar í sigti og þrýsta þeim með höndunum um sigtið svo húðin skrapist af þeim. Svo setuðu hunangið í glerkrukkur, og lokar þeim vel og gengur frá þeim eins og þú vilt. Ekki geyma í kæli.

Verði þér að góðu :-)

Oh, HONEY ;-)