Páskaterta

Það sem til þarf er: 

F. 12-14

Í botninn:

80 gr. suðusúkkulaði

100 gr. hveiti

40 gr. kakó

100 gr. sykur

1 tsk. lyftiduft

1/4 tsk. salt

90 ml. olía

1 egg

90 ml. mjólk

80 ml. nýsoðið vatn

Í mússina:

200 gr. suðusúkkulaði

200 gr. mjólkursúkkulaði

4 egg, aððskilin

3 dl rjómi

Skraut:

Súkkulaði smá egg

Ferskir túlípanar

Þessi dásamlega páskaterta er ekki bara falleg, hún er draumur í munni.  Það er hægt að gera hana 1-2 dögum áður en á að nota hana, sem er æði, þegar mikið stendur til, eins og t.d. stórhátíðir, fermingarveisla eða stórveisla fyrir fjölskylduna.  Ég skora á þig að prófa hana :-) 

Svona geri ég:

Botninn:  Ofninn er hitaður í 160°C22 cm lausbotna form, er smurt að innan og pappír sniðinn í botninn og í háan hring, innan í formið, pappírinn er líka smurður.   Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði.  Tekið af hitanum og látið kólna aðeins.  Hveiti, kakói, sykri, lyftidufti og salti, er blandað saman í rúmgóðri skál.  Olía og egg eru þeytt létt saman, í könnu eða skál, síðan er mjólkinni blandað saman við.  Blauta hráefninu, ásamt brædda súkkulaðinu, er blandað saman við þurrefnin, síðan er soðna vatninu blandað út í. Deiginu er hellt í formið og sléttað úr því.  Stungið í ofninn og bakað í 16-18 mín., eða þar til prjónn kemur nærri hreinn upp úr miðjunni.  Formið sett til hliðar til að kólna svo til alveg.  

Mússin:   Báðar gerðir af súkkulaði eru bræddar yfir vatnsbaði.  Tekið af hitanum og látið kólna í líkamshita.  Eggjahvíturnar eru stífþeyttar í hreinni skál, settar til hliðar. Í annarri skál er rjóminn þeyttur í næstum því mjúka toppa, ekki ofþeyta rjómann.  Eggjarauðurnar eru þeyttar upp í súkkulaðið, þá er þeytta rjómanum blandað saman við og í lokin er eggjahvítunum blandað varlega saman við súkkulaðirjómann.  Mússinni er hellt í formið og jöfnuð út.  Stungið í ísskápinn yfir nótt eða lengur.  Þegar á að bera kökuna á borð, er hún tekin varlega úr forminu og pappírinn tekinn utan af henni. Skreytt að vild.  Má frysta.

Verði þér að góðu :-)

Botninn

Mússin

Dýrðleg á borði og í munni 🥳