Kirsuberja- og pistasíu molar

Það sem til þarf er:

24 miðluns stórir molar

500 gr. hvítt súkkulaði í bitum

2 msk. kókosfeiti

60 gr. þurrkuð kirsuber

150 gr. glace kirsuber, gróf söxuð

100 gr. afhýddar möndlur, gróf saxaðar

100 gr. afhýddar pistasíur, gróf saxaðar

6 msk. Rice crispies

8 stórar marshmallows, klippar í 4 bita hver

Það er svo gaman að búa til konfekt og nammi fyrir jólin, setja fallega og góða mola í skál og stinga svo einum og einum mola uppí sig, með kaffibollanum eða eftir matinn.  Öll eigum við okkar uppáhalds mola t.d. kókoskúlur eða eitthvað gott úr marsipani, sumt flókið, eða eins og þessir molar, mjög einfalt.  Það er ekki oft sem ég er með nammi í skál á borðum hjá mér, svona venjulega, en mér finnst það passa á þessum tíma árs ;-)

Vindum okkur í konfektgerð: 

20 cm ferhyrnt form er klætt að innan með plastfimu eða bökunarpappír.  Súkkulaðið er brætt í skál með kókosfeitinni, annaðhvort í örbylgjuofni eða í potti yfir vatnsbaði.  Síðan er restinni af innihaldinu hrært útí. Massanum er svo hellt í formið og þrýst út í hornin og jafnað út.  Kælt í ísskáp í nokkra tíma, síðan skorið í þríhyrnda mola þegar þú berð þá fram.  Geymist í kæli í viku.

Verði þér að góðu :-)

Nammmmmmi 🍒