Bombay skjóða

Það sem til þarf er:

f. 4

Í fyllinguna:

650 gr. smáar kartöflur, skornar í tvennt

1 laukur, saxaður

50 gr.smjör

1/2 msk. cumin fræ

1/2 msk, svört sinnepsfræ

1 msk. ferskt engifer, fínsaxað

1 rautt chili, fræhreinsað og skorið í þunnar sneiðar

Salt og pipar

1 1/2 msk. Korma karrýmauk

200 gr. ferskt spínat

2 tómatar, saxaðir

Lítil lúka af fersku kórínander, saxað

Í deigið:

Ca. 140 gr. filodeig

25. gr. smjör, brætt

1/2 tsk.  svört sinnepsfræ

Meðlæti:

Mango chutney

Ferskt salat að eigin vali

Það má alltaf bæta meira kryddi í tilveruna.  Spicy og lauflétt kartöfluskjóða með Korma karrý og spínati, það verður ekki betra í dag, er það nokkuð?? :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 190°C.  Fyllingin er gerð með því að kartöflurnar eru soðnar meirar í ca. 15 mín. í söltu vatni.  Laukurinn er steiktur í smjörinu í nokkrar mínútur, þá er cumin fræum, svörtum sinnepsfræum, engifer og chili bætt á pönnuna og steikt áfram í nokkrar mínútur, síðan er karrýmaukinu hrært samanvið.  Spínatið er sett í stórt sigti og sjóðan vatni er hellt yfir það og allur vökvi kreistur úr því þegar það er nógu kalt til að meðhöndla það, síðan er það saxað. Vatninu er hellt af kartöflunum og þeim bætt útí karrýblönduna.  Kartöflurnar eru marðar aðeins, til að losa um þær.  Þeim er velt uppúr kryddinu og saltaðar, þá er spínatinu, tómötum og kóríander bætt samanvið, smakkað til. 20 cm. kringlótt lausbotna form er smurt að innan, og deiginu rúllað varlega út.  Hvert deigblað er smurt með bræddu smjöri og þau lögð á víxl ofaní formið og eitt blað brotið saman og sett í botninn. Endarnir eru látnir hanga útyfir brúnina á forminu.  Fyllingunni er hellt í formið og endarnir á deginu teknir saman í skjóðu og þeim snúið varlega saman svo hún lokist.  Skjóðan er smurð að utan með restinni af smjörinu og svörtum sinnepsfræum dreift ofaná, bökuð í 35 mín. þar tiæl hún er gyllt og stökk. Borin fram með mango chutney og góðu salati.

Ps.  Ég keypti þetta flotta filodeig í Istanbul Market í Ármúla.  Það er eins og að meðhöndla silki að vinna með deigið, það er svo mjúkt og flott. Má frysta restina af deiginu.

Verði þér að góðu :-)

      Létt en kryddað🌶️