La-yu

Japönsk chili olía

Það sem til þarf er:

1 krukka

8 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar

1.2 dl hlutlaus olía

1 1/2 msk. grófar muldar rauðar chiliflögur

2 tsk. ljós sesamfræ

Það er töggur í þessari olíu skal ég segja þér, en hún er svakalga bragðgóð. Hún er nauðsynleg til að setja punktinn yfir i-ið þegar þú býrð til ramen súpu, en það má nota hana á pizzu eða til að gefa salatinu smá kikk. Einföld og geymist vel, svo endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Hvítlaukurinn er skorinn í þunnar sneiðar. Olían er sett í lítinn pott ásamt hvítlauknum og á minnsta mögulega hita, er hvítlaukurinn látinn malla í olíunni, þar til hann er orðinn glær, hrært í við og við á meðan. Passa að hafa hitann undir pottinum það lágan, að það sé engin hætta á að hvítlaukurinn brenni, þá verður olían beisk. Þegar hvítlaukurinn er orðinn glær, þá er potturinn tekinn af hitanum og chiliflögunum hrært út í, látið trekkja í 5 mín., þá er sesamfræunum blandað saman við og olían kæld alveg. Geymist í lokaðri glerkrukku í ísskáp í um 2 vikur.

Verði þér að góðu :-)

強くてカリカリ 🌶️🤍