Chantilly sósa

Það sem til þarf er:

F. 4-6

1 dl rjómi, eyttur

70 gr. majónes

1/2 sítróna, safinn úr henni

1 tsk. hvítur sykur

Þessi sósa sko, jummó! Ég hef gert þessa sósu í áratugi, og borið hana farm með allskonar sjávarrétta forréttum, hún er geggjuð, skal ég segja þér. Svo einföld, en svo góð, að ég gæti borðar hana eina og sér, beint úr skálinni með skeið. En ekki orð meir, endilga prófaðu :-)

Svona geri ég:

Rjóminn er þeyttur. Majónesið er þeytt upp í meðlungsstórri skál,með písk. Síðan er sítrónusafinn kreistur út í majónesið og sykurnn látinn leysast upp í honum, síðan er þetta þeytt saman við majónesið. Rjóminn er hrærður varlega út í majónesið með sleikju. Sítrónur eru mis súrar, svo það er gott að smakka til, með sítrónusafa og sykri, svo hún sé hvorki of súr eða of sæt. Fer vel með allskonar sjávarrétta forréttum.

Verði þér að góðu :-)

Yndislega góð 🥂🍋