Lummur

Það sem til þarf er:

f. 4

300 gr. tilbúinn hafragrautur (má vera grjónagrautur)

100 gr. hveiti

1/2 tsk. matarsódi

1 egg

2 dl mjólk

1 dl rúsínur

Kardemommudropar eftir smekk

Smjör til að steikja uppúr

Meðlæti:

Sykur

Berjasulta, þessi sem þú bjóst til í sumar

Hvernig gat ég gleymt þessum litlu dásemdum????  Svo hrikalega einfaldar en svoooo góðar beint af pönnunni með sykri... OMG himnasæla :-D  Ég bauð liðinu mínu í grautarlummur um daginn og ég gat ekki bakað nógu hratt, þær kláruðust um leið og þær snertu diskinn.

Svona geri ég:

Grauturinn er hrærður með písk, svo hann sé laus í sér og kekkjalaus.  Þurrefnin eru sett saman í skál og hrærð útí grautinn til skiptis við eggið og mjólkina.  Smakkað til með kardemommur og að lokum er rúsínunum bætt útí.  Smjörklípa er brædd á pönnu, á rúmum meðalhita.  Mér finnst mátulegt að setja 1 sósuausu af deigi í hverja lummu.  Lummunum er snúið þegar loftbólur eru farnar að myndast í kökunni á pönnunni, þá er þeim snúið og steikt áfram þar til lummurnar eru gegnsteiktar 2-3 mín.  Bornar fram beint af pönnunni með sykri eða góðri berjasultu.

Verði þér að góðu :-)

Ég gæti borðar skjáinn 😯