Ananas og kjúklinga quesedillas

Það sem til þarf er:

f. 6

8 tortillur

2 bollar grillaður ferskur ananas, í sneiðum

800 gr. kjúklingalundir

Cajun krydd

Sjávarsat og nýmalaður svartur pipar

3 bollar rifinn ostur

1 jalapeno pipar, í sneiðum

Ferskur koríander

3 msk. BBQ sósa

Meðlæti:

Pico de gallo

Sýrður rjómi

Lime bátar

Quesedillur eru kósýmatur að mínu mati.  Fullar af krydduðum kjúlla og bráðnum osti inní stökkri tortillu, hljómar mjööög vel ;-J Grillaði ananasinn gefur þessum, mjög ferskt bragð og ekki skemmir BBQ sósan.  Endilega kíktu á þessar.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 160°C, á blæstri.  2 ofnplötur eru gerðar klárar með pappír á.  Ananasinn er skorinn í tvennt, skrældur og kjarninn skorinn í burt. Hver helmingur er skorinn í 4 hluta langsum.  Hann er grillaður á grillpönnu þar til hannn er kominn með vel ristaðar rendur á öllum hiðum og gegnheitur.

Kjúklingurinn: 

Lundirnar er kryddaðar með Cajun kryddi, salti og pipar og steiktar á grillpönnu í smá olíu þar til þær eru brúnaðar og gegnsteiktar, skornar í sneiðar.  

Tortillurnar:  

Stór panna er hituð með smá smjöri.  4 tortillur eru létt steiktar á báðum hliðum settar á ofnplötu og svo er lundunum og ananasinum í sneiðum jafnað á milli þeirra.  BBQ sósu dreyft yfir ásamt kóríander, jalapeno pipar sneiðum og osti.  Seinni 4 totillurnar eru steikar líka og settar ofaná hinar.  Þrýst létt ofaná þær. Quesedillurnar eru hitaðar þar til osturinn er bráðinn og kökurnar gegnheitar, ca. 10 mín.  Hver kaka er skorin í 6 hluta.  Bornar fram með Pico de gallo, sýrðum rjóma, limebátum og smá auka BBQ sósu.  Ískaldu mexíkóskur bjór er mjög fínn með.

Verði þér að góðu :-)

Mig langar í þetta🤪