Dalakastala bögglar með apríkósusírópi og krydduðum pistasíum

Það sem til þarf er:

F. 4

Apríkósusírópið:

3/4 bolli vatn

3/4 bolli hrásykur

15 þurrkaðar apríkósur, skornar í litla bita

1/2 bolli apríkósusafi

2 msk. apríkósu marmelaði

1 vanillustöng

Kanill

Utan um bögglana:

3 blöð filodeig

Smjör, bráðið

Kryddaðar pistasíur:

1/2 bolli Dalakastali, blámyglu ostur, skorpan skorin af honum

3/4 bollar afhýddar pistsíur

Cayenne pipar

Stór klípa grófar sjávarsaltflögur

Partýmatur eða nart í saumaklúbbinn.  Mjúkum osti er bakaður í stökku filodeigi, borinn fram með dásamlegu vanillu- og kanilbættu apríkósusírópi og spicy pistasíum.  Hljómar eins og partý í munninum :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C.  Vatnið og hrásykurinn er hitað í litlum potti á meðalhita, apríkósunum er bætt út í og hitinn lækkaður.  Þá er apríkósusafanum, marmelaði, vanillustöng og kanil bætt út í og látið malla í 10 mín., þar vökvinn þykknar.  Tekið af hitanum og ávextirnir sigtaðir frá vökvanum, yfir skál, vanillustönginni er hent, en sírópið sett í litla könnu, til að bera fram með ostinum.  Pappír er settur á bökunarplötu, filodeigið er smurt með bræddu smjöri og deigblöðin lögð ofan í hvert annað.  Deigið er skorið í 8 cm breiðar lengjur.  1 msk. af osti og 1 tsk. af apríkósum, er sett á deigið, 2 cm frá efsta partinum af lengjunni efsta hornið af lengjunni er brotið yfir fyllinguna yfir lengjuna á ská eins og þú sért að brjóta saman fána og svo aftur til að loka bögglinum.  Sett á bökunarplötu og smurt með bræddu smjöri, svo heldur þú áfram með restina af ostinum og deiginu.  Bakað í ofni í um 15-18 mín., þar til deigið er ljós gyllt og stökkt.  Pistasíurnar eru settar í blandara, ásamt saltinu og cayenne piparnum og púlsað nokkrum sinnum.  Ostabögglarnir eru settir á disk og svolítið af sírópinu drussað yfir þá og smávegis af hnetunum, restin er borin fram með.

Verði þér að góðu :-)

Party  food 🥂🍑