Melóna og Brie

Það sem til þarf er:

Gott brauð, í sneiðum. Súrdeigsbrauð er frábært

Auður, hvítmygluostur í sneiðum

Honey dew melóna, í sneiðum

Ferskt lauf af timían greinum

Nýmalaður svartur pipar

Smjör

Góðar samlokur eru eins og besti vinur þinn. Fara með þér í ævintýraferðir, hugga þig eða gleðja þig eftir því sem þú þarft á að halda. Þessi ber með sér sumar og sól, mátulega sæt og sölt, stökk og mjúk. Sem sagt dásamleg!

Svona geri ég:

Brauðið er smurt vel með smjöri (ekki spara það). Smávegis af timian laufinu og nýmöluðum svörtum pipar er dreyft á báðar sneiðarnar. Ca. 2 góðar sneiðar af ostinum eru lagðar á hvora brauðsneið. 2-3 þunnar melaónusneiðar eru lagaðar á aðra brauðsneiðina, síðan eru sneiðarnar lagðar saman, það er ágætt að þýsta þeim aðeins saman. Góð smjörklípa er brædd á pönnu og samlokan steikt á meðalhita þar til hún er orðin gullin, þá er efri hliðin smurð með smjöri og steikt á þeirri hlið þar til hún er gyllt og samlokan er gegnheit og osturinn bráðinn. Tekin af pönnunni og látin standa í smástund og jafna sig, áður en hún er skorin í tvennt og borin á borð.

Verði þér að góðu :-)

Ómótstæðileg.....