Brandý plómur með vanillurjóma og makrónum

Það sem til þarf er:

Plómur í krydduðu Brandý

Rjómi

Vanilludropar

Flórsykur

Makrónur

Fullorðins eftirréttur....mmmm. Plómurnar njóta sín frábærlega með sætum þeyttum rjóma með vanillutón og stökkar möndlu makrónurnar muldar yfir og nánast engin fyrirhöfn, verður ekki betra :-)

Svona geri ég:

Ég set engin hlutföll, því það er eftir smekk hvers og eins hvað maður vill mikið af vanillu og sykri. Flórsykrinum og vanilludropunum er blandað útí rjóminn og hann er þeyttur þar til hann myndar mjúka toppa, smakkað til. Vænni hrúgu af rjóma er komið fyrir á disk og1-1 1/2 plómu, sem er skorin í tvennt og steinhreinsuð, komið fyrir á disknum. 1-2 makróna er mulinn yfir rjómann og 2-3 msk. af Brandýinu af plómunum hellt í kringum plómurnar.

Verði þér að góðu :-)

Plómur í krydduðu Brandý

Vetrarlegur eftirréttur