Kaldhefað brauð

Það sem til þarf er:

1 stk.

600 gr. hveiti (eða annað mjöl ef þú vilt)

1 pakki þurrrger

2 tsk. salt

1/2 L volgt vatn

Þú velur hvað þú vilt ofan á:

Ólívu olía

Hvítlauks olía

Krydd eins og t.d. rósmarín, timan eða oregano

Kúmen, svart birki, sesamfræ

Svartar ólívur, furuhnetur, saxaðir sólþurrkaðir tómtar

Sjávarsalt flögur

Ég fékk uppskriftina af þessu brauði hjá vinkonu minni, sem ég er í saumaklúbb með. Hún bauð uppá það með súpu að mig minnir. Það var æðislega gott, svo auðvitað bað ég um uppskriftina af því og fékk hana og núna færð þú hana. Þetta brauð er ekkert mál að baka, er rosalega gott og fjölhæft brauð, þú getur eiginlega gert hvað sem þú vilt við það, til að breyta bragðinu af því. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Öllum innihaldsefnunum er hrært saman í stórri skál með sleif, deigið á að vera klístrað. Plast er lagt lauslega yfir skálina og henni stungið í ísskápinn, í allavega 8 tíma, helst yfir nótt. Ofninn er hitaður í 220°C, form sem er annaðhvort 20x20 cm, eða aflangt brauðform, er smurt vel að innan með olíu og birki, haframjöl eða einhver önnur fræ eru sett innan í formið, svo þau festist við hliðarnar á brauðinu. Deiginu er hellt í formið og síðan er það smurt að ofan með ólívu olíu og síðan seturðu það sem þú vilt, ofan á brauðið og grófar salt flögur. Bakað í ofninum í 30-40 mín., eða þangað til það kemur holt hljóð þegar bankað er í það og það er laust frá hliðunum á forminu. Gott með mat, súpum, eða einfaldlega brauð til að borða með smjöri.

Verði þér að góðu :-)

Dádsamlega gott brauð 🍞🧈💛