Salat með grilluðum geitaosti

Það sem til þarf er:

f. 2

2 tsk. sítrónusafi

2 rauð epli í 12 bátum

50 gr. valhnetukjarnar

2 msk. púðursykur

1 poki blandað salat

150 gr. mjúkur geitaostur

Dressing:

2 msk. valhnetuolía

2 msk. balsamik edik

Virkilega gott fyrir okkur sem erum hrifn af geitaosti. Ég smakkaði svipað salat á Spáni fyrir nokkrum árum og var verulega hrifin, svo ég bjó ti þetta salat eftir minningunni :-)

Svona er farið að:

Sítrónusafinn er settur í skál og eplabátunum velt uppúr safanum. Panna er hituð á miðlungshita og er eplum, valhnetum og púðursykri velt á pönnunni þar til epli og hnetur eru orðin karamelluð, kælt. Osturinn er skorinn í þykkar sneiðar og settur á álpappír undir grillið í ofninum þar til hann er heitur og jaðrarnir fara að búbbla. Valhnetuolía og ediki er pískað saman í litilli skál, svo er salatinu jafnað á diska ásamt eplum og hnetum og sneið af heitum osti lögð ofaná, að lokum er dressingu hellt yfir.

Verði þér að góðu :-)

Geggjað salat 🥗