Stökkur Parmesan

Það sem til þarf er:

Ca. 30 stk.

180 gr. Parmesanostur, rifinn (ekki í dufti)

50 gr. pistasíu hnetur, saxaðar, eða kúmen

Stökkar og næfurþunnar, fullkomnar með kokteilnum fyrir matinn :-)  Ég er nýfarin að skipta hnetunum út  fyrir kúmen, mér finnst það skemmtileg tilbreyting.  Það tekur ekki nokkra stund að gera þessar þynnur og þær renna út og svo eru þær fullkomnar fyrir keto og LKL unnendur.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C.  Bökunarpappír er settur á ofnplötu.  Settu 1 tsk. af osti í aflanga hrúgu og bakaður í 7 mín.  Þá tekurðu plötuna út og setur saxaðar pistasíur ofaná og bakar í 2-3 mín. í viðbót, þangað til þynnurnar eru gullnar og fallegar á litinn.  Þá eru þær teknar af plötunni með þunnum spaða og látnar kóla alveg.  Þær geymast í lokuðu íláti í viku, en ég er ekki viss um að það reyni nokkuð á það..... 

Verði þér að góðu :-)

Fullkomið 🧀