Pain perdu

Það sem til þarf er:

F. 6

170 gr. jarðarber í sneiðum og heil bláber

2 msk. sykur

3 msk. appelsínulíkjör, eins og t.d. Grand Marnier

6 stór egg

360 ml. matreiðslurjómi

2 tsk. hunang

1 1/2 tsk. vanilludropar

1 tsk. fín rifinn appelsínubörku í ræmum

2 tsk. salt

6 sneiðar af hvítu góðu brauð, um 2cm þykkar

Ósalt smjör

40 gr. möndluflögur

Flórsykur

Dásamlegur morgunverður, nánast eins og vera staddur á kaffihúsi í París. Ilmurinn sem af steiktu eggjabrauðinu með smá af appelsínu, möndlum og líkjör. Hann kallar líka á gott sterkt kaffi, ekki vont. Næstum eins og vera í París á kaffihúsi, trés Parisienne :-J

Svona geri ég:

Jarðarberin og bláberin eru sett í skál ásamt 1 msk. af sykrinum og 1 msk af líkjörnum, blandað saman og sett til hliðar. Ofninn er hitaður í 130°C. Egg, rjómi, hunang, 1 msk. sykur og 2 msk. af líkjörnum, vanillan, börkurinn og saltið er þeytt vel saman í stórri skál. Eggjablöndunni er hellt í grunna skál og brauðsneiðarnar eru lagðar ofaní í um 4 mín., snúið einu sinni. 1 msk. af smjöri og 1 msk. af oíu er hituð á stórri pönnu á miðlungshita. Ein og ein sneið tekin út eggjablöndunni og velt uppúr möndlum á annarri hliðinni og sett á möndluhliðina á pönnuna. Steikt í 2-3 mín. á hvorri hlið þar til sneiðarnar eru brúnaðar. Settar á ofnplötu í ofninn og haldið heitum á meðan þú steikir restina. Flórsykri stráð yfir og borið fram með berjunum.

Verði þér að góðu :-)

Koddutilmínesskan 😁