Rauðkálssalat með eplum og appelsínum

Það sem til þarf er:

1/2 rauðkálshaus, fín saxaður, eða rifinn

1 rauðlaukur í, saxaður

1 rautt epli í bitum

2 soðnar rauðrófur, í bitum (ekki í ediklegi, fást soðnar í stórmörkuðum)

25 25 gr.valhnetur, muldar

1 appelsína

Lögur:

3 msk. rauðvínsedik

3 msk. rifshlaup

1 msk. hunang

1 msk. ólífu olía

Litríkt og fallegt. Gott með reyktu kjöti, paté og heitum osti eins og t.d. Camembert og súrdeigsbrauði :-)

Svona er farið að:

Káli, lauk, epli, rauðrófum og valhnetum er blandað saman í skál. Appelsínan er skorin í tvennt og kjötið rifið innanúr henni og í bita, yfir skálinni svo allur safinn leki í salatið. Lögurinn er blandaður og hellt yfir. Geymist vel í 2-3 daga í ísskáp. Ath. Hér færðu uppskrift af skemmtilegum brauðkrans, myndin hér fyrir neðan, með heitum Camembert, sem salatið er mjög gott með.

Verði þér að góðu :-)

Fagurt og gott!