Mjúk egg með aspas & bacon dýfu

Það sem til þarf er:

f. 2

250 gr. ferskur aspas

100 gr. bacon

4 egg

Smjörklípa

Góðan daginn sól og birta. Sólin hækkar á lofti hænufet fyrir hænufet, við erum aðeins farin að finna það. Í tilefni af því fáum við okkur yndislegan morgunverð, sem er kolvetnissnauður einfaldur og svooo góður. Sólskinsegg með baconvöfðum aspas sem við dýfum í mjúka eggjarauðuna, svo bara förum við dansandi inní daginn :-D

Svona geri ég:

Aspasinn er snyrtur og hver stilkur vafinn með baconi. Eggin eru sett í pott með köldu vatni og soðin á meðalhita í um 3-4 mín. Klípa af smjöri er brædd á pönnu og baconvafði asspasinn er steiktur á öllum hliðum þar til baconið er steikt og aspasinn er orðinn meyr, ca. 4-5 mín.

Verði þér að góðu :-)

P.s.: Upplagt á brönsborðið

Góðan daginn sólskin :-D