Bloody Mary

Það sem til þarf er:

f. 1

1 bolli tómatsafi

1 dl vodka

Skvetta at Tabaso eða annarri sterkri sósu (fer eftir hvað þú vilt hafa hana krassandi)

Góð skvetta af góðri basil olíu

1 tsk. Worchestershire sósu

Sellerísalt, milli fingra

Safi af 1/2 lime

Nokkrir klakar

Til að krydda og skreyta:

Sellerýfræ, mulin í mortéli

Gróft salt

Sellerýstilkur 

Rautt chili

Oft er þessi kokteill notaður til viðgerðar daginn eftir..... ;-) Eða sem byrjun á slökum laugardagsbröns, svo má líka njóta hans hvenær sem manni hentar....

En svona gerum við:

Sellerýfræin eru mulin í mortéli þar til þau eru orðin að fínu dufti, þá er því blandað samanvið gróft salt.  Glasbrúnin er strokin með limesneið og síðan velt uppúr sellerýsaltinu. Sellerýstilkur er þveginn og stungið i glasið, svo er skorið uppí mjóa endann á chiliinu og því komið fyrir á glas brúninni.  Öllu síðan skuttlað í kokteilhristara og svo er að hrista eins þú eigir lífið að leysa..  svo hellirðu í glasið og slakar á. 

Verði þér að góðu :-)

Hárið af hundinum...... 🌶️🍅😁