Hvítlaukssveppa- og bacon melts

Það sem þarf til er:

f. 2

4 sneiðar af besta beikoni sem þú finnur

1 tsk. ólífu olía

Klípa af smjöri

3-4 stórir sveppir, í þykkum sneiðum

2 hvítlauksrif, marin

4 sneiðar, hvítt brauð

100 gr. bragðmikill ostur (sterkur Gouda, Ísbúi jafnvel Búri)

Grænt salat

Djúsý, er lýsingarorð sem byrjar varla að lýsa þessari samloku. Hrikalega góð, hakar í öll boxin þegar mann vantar eitthvað gott í gogginn :-)

Svona er farið að:

Grillið í ofninum er hitað og beikoninu er skellt á plötu og steikit undir grillinu, snúið einu sinni, þar til það er gyllt. Olía og smjör er hitað á pönnu, sveppir og hvítlaukur eru steiktir á pönnu í 2-3 mín., sett til hliðar. Brauðsneiðarnar eru grillaðar á annarri hliðiðnni. Á ógrilluðu hliðina á 2 sneiðum eru settir hvítlauksristuðu sveppirnir og beikonið, 2 beikonsneiðar á hvora. Ostinum er svo dreyft á allar 4 brauðsneiðarnar (óristuðu hliðina) og sett undir grillið þar til osturinn er bráðinn. Þá eru sneiðarnar settar saman og borið fram með léttu grænu salati. Mér finnst gott að blanda þunnskornu Iceberg og smá klettasalati.

Verði þér að góðu :-)

Mmmmm 🥓🧀🍄