Piparmyntu börkur

Það sem til þarf er:

1 poki Nóa hjúpur, rjómasúkkulaði

1 poki Nóa hjúpur, hvítt súkkulaði

50 gr. suðusúkkulaði

½ poki fallegur piparmyntu brjóstsykur

Jólauppáhald allra er það ekki? Súkkulaði og piparmyntu brjóstsykur er jóla jóla.... :-)

Svona geri ég:

Smjörpappír er settur á bökunarplötu. Ljósa og hvíta súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði í sitt hvorri skálinni, brjóstsykurinn er saxaður með hníf í miðlungsstóra mola. Fyrst er rjómasúkkulaðinu smurt á smjörpappírinn ca. þykkt á 10 kr. pening, þá er platan sett í ísskáp og súkkulaðið látið stirðna í smástund. Þá er hvíta súkkulaðið látið leka yfir og því smurt ójafnt yfir það ljósa (eins og bylgjur), ekki blanda og mikið. Að lokum er brjóstsykrinum dreyft yfir og honum þrýst létt ofaná. Síðast er suðusúkkulaðið brætt og það látið leka í fallegu mynstri yfir allt. Þetta er svo látið kólna og stirðna alveg. Svo er að bera herlegheitin fram eða njóta strax með góðu kaffi.

Verði þér að góðu :-)

Hvað er jólalegra 🌲