Sveppafyllt horn

Það sem til þarf er:

ca. 35 stk.

2 pakkar smjördeig

2 box sveppir, sneiddir

40 gr. smjör

1 laukur, saxaður

1/4 bolli sýrður rjómi

1 egg, þeytt

Kúmen ef vill

Mjög góð smjördeigshorn, með steiktum sveppum, lauk og sýrðum rjóma. Má frysta óbökuð, svo það er upplag að gera þau fyrirfram.

Svona gerum við:

Sveppirnir og laukurinn er steikt í smjörinu. Sýrða rjómanum er bætt á pönnuna, kryddað með salti, pipar og mallað í 5-10 mín. á lágum hita. Ofninn hitaður í 200°C, degið flatt út á borð í 50 mm þykkt og fernhyrningur sem er ca.10x10 cm skoinn út úr deginu og 1 msk. af sveppamauki sett í miðjuna og kantarnir penslaðir með eggi og ferningnum síðan lokað með því að leggja hann horn í horn og klemmt saman með því að þrýsta gaffli á kantinn. Hornin eru síðan pensluð með þeyttu eggi og ef þú vilt er kúmenfræjum stráð yfir og þau bökuð í um 15 mín., þar til þau eru gyllt og gegnheit. Má frysta óbökuð.

Verði þér að góðu :-)

Dásamlega góð!