Croissant með osti og pylsu

Það sem til þarf er:

f. 4

Ólífu olía

4 litlar sterkar mexikanskar pylsur

Salt og pipar

2 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar

2 msk. saxaðar grænar óílfur

Lítil lúka af steinsejlju, söxuð

1 stk. Höfðingi

4 croissant með skinku og osti (eða með engu)

Uppáhaldsiðjan mín á sunnudagsmorgnum er, að setja eitthvað gott að borða á bakka og skríða uppí rúm með bakkann og njóta þess að eiga rólegan og latan sunnudags-morgunn. Það er ekki verra ef ég finn eitthvað nýtt, sem ég hef ekki prófað áður. Mamma gaukaði þessari uppskrift að mér, ég var rosa glöð með það, því hún var æði :-)

En svona er þetta:

Olían er hituð á meðalhita í lítilli pönnu, pylsurnar eru brúnaðar, pipraðar og saltaðar. Síðan eru þær teknar af pönnunni og skornar í 3 bita hver og settar í skál. Hvítlaukurinn er steiktur á pönnunni í 30 sek., þá er ólífunum og steinseljunni bætt á pönnuna og steikt í 30 sek., svo er því blandað saman við pylsurnar. Lok er skorið af hornunum og það steikt í smástund á pönnunni og sett til hliðar. Fyllingunni er skipt á milli hornanna og 2 nokkuð þykkar sneiðar afHöfðingja osti lagðar ofaná. Hornin eru sett undir grillið og grilluð (með engu loki) þar til osturinn er bráðinn, ca. 1-2 mín., þá eru þau tekin út og lokin sett ofaná og borin fram. Kaffi, te eða djús er frábært með.

Verði þér að góðu :-)

Helgarnammi :-)