Valentínusar hjarta

Það sem til þarf er:

Í 1 stk.

1.25 ml vatn

3-4 dropar bleikur matarlitur

50 gr. smjör

Salt milli fingra

20 gr. sykur

75 gr. hveiti

2 egg

Í craquelin:

50 gr. hrásykur

50 gr. hveiti

45 gr. smjör

2-3 dropar bleikur matarlitur, ef þú vilt

Í fyllingu:

1 peli rjómi, þeyttur

1 msk. flórsykur

Nutella

1/2 poki frosin hindber, afþýdd, maukuð og sigtuð

Fersk ber, brómber, hindber, rifsber

Myntulauf

Í ára er Valentínusardagurinn á sunnudegi fyrir bolludag, svo af hverju ekki Valentínusarbolluhjarta, Bleikt og fallegt fyrir ástina þína, just saying? Ég get lofað því að þessi samsetning er guðdómleg, endilega prófaðu 😉 Franskt craquelin er æði, stökka sykurhraunið ofan á hjartanu gefur svo skemmtilegt mótvægi, við mjúka choux deigið og fyllinguna. Mér fannst þessi fylling geggjuð, en þú getu leikið þér með fylinguna eins og þér finnst best. Um að gera að njóta sín ;-)

Svona geri ég:

Craquelin: Það er gott að byrja á að gera sykurhraunið. Hrásykurinn, matarliturinn og smjörið er nuddað saman í skál með sleikju, síðan er hveitinu bætt útí svo úr verði mjúkur massi. Ein örk af bökunar er sett á eldhúsborðið og massinn settur ofan á, önnur örk er svo sett ofan á massann og hann flattur út í lengju, sem er álíka þykk og krónupeningur. Hún er skorin með kleinujárni eða hníf i borða sem er um 2 cm á breidd, ekki losa þá í sundur strax. Pappírinn er lagður aftur ofan á aftur og massinn geymdur í ísskáp þar til bolludeigið er tilbúið.

Hjartað: Ofninn er hitaður i 180°C. Bökunarplata með pappír er gerð klár. Hjarta er teiknað með blýant á pappírinn, mitt form var 20x21 cm. Pappírnum er snúið við og hann festur við bökunarplötuna með smá bolludegi á hornunum, þegar deigið er tilbúið. Í meðalstórum potti er vatnið, matarlitur, smjör, sykur og salt, brætt og látið sjóða í 1-2 mín. Potturinn er tekinn af hitanum og hveitinu er hrært saman við vatnið, gott að gera það með sleikju. Þegar deigið er orðið samfellt er potturinn settur aftur á vægan hita og hrært í deiginu á meðan mesti rakinn gufar upp af því, 1-2 mín., gott viðmið er að þá fer að koma smá skán í botninn á pottinum. Deigið er sett í hrærivélina með spaðanum á og það er þeytt svo mesti hitinn gufi upp, einu eggi er þeytt vel út í og deigið látið samlagast vel, svo er hinu egginu þeytt saman við. Þeytt í svolítinn tíma, en þá er gott að stoppa í smá stund og skafa niður með hliðunum á skálinni og þeyta svo í smástund aftur. Deigið er sett í sprautupoka með víðum sléttum stút. Sprautað á plötuna á hjartað sem þú teiknaðir á pappírinn. Fingur er vættur í vatni og samskeytin slétt niður. Þá er komið að craquelin-inu, borðarnir eru lagðir ofan á bolludeigið, ekki hafa áhyggjur ef þeir slitna ísundur, það skiptir litlu máli, bara raða saman því sem slitnar. Plötunni er stungið í ofninn og bakað í 30-35 mín. ATH. ALLS EKKI OPNA OFNINN FYRSTU 30 MÍN. Eftir 30 mín. má kíkja á hjartað, ef það er ekki orðið nokkuð gyllt og stökkt að utan þarf það að vera í 2-4 mín. í viðbót. Helstu mistökin sem ég hef gert er að opna ofninn of snemma og of lengi, eða að það er of ljóst þegar ég tek það úr ofninum og eru þess vegna ekki nógu ikið bakað og þurrat til að halda sér uppi. Þegar þú er viss um að það sé fullkomi er það tekið úr ofninum, sett á grind og kælt.

Fyllingin: Hindberin eru afþýdd, maukuð í blandara og pressuð í gegnum sigti, hratinu er hent. Rjóminn er þeyttur með flórsykrinum, þar til hann myndar létta toppa, settur í sprautupoka með stjörnustút. Hjartað er klofið með löngum brauðhníf, lokinu er lyft varlega af. Góðu lagi af Nutella er smurt á botninn, hindberjum, brómberjum og rifsberjum er raða ofan á og rjóma er sprautað á milli og ofan á. Hindberjamaukinu er síðan drussað yfir rjómann, lokinu er síðan lyft varlega ofan á og skreytt af hjartans list.

Lengi lifi ástin :-)

Hjartað og craquelin

Fylling

💕💖💗 Be my Valentine 💞💟💘