Eggaldin & bulgur með sítrusdressingu

Það sem til þarf er:

f. 4

2 eggaldin, þvegin og skorin langsum

6 msk. ólífu olía

250 gr. bulgur

2 stórir laukar, þunnt skornir

1 msk. cumin

400 gr. dós kjúklingabaunir

Lúka af hvoru, kóriander og myntu, saxað

1 hvítlauksrif, marið

1 sítróna, safi og börkur (óvöxuð sítróna)

Þar sem það hefur verið hálfgert sumarveður undanfarið, datt mér í hug að setja þessa uppskrift inn. Ég eldaði þessa í sumar, hún er æði. Svo er ekkert verra að borða svolítið létt núna áður en jólahlaðborðin og allt sem þeim fylgir fer á fullt. Endilega prófaðu, þessi gæti komið þér á óvart :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 220°C. Eggaldinin eru skorin í tvennt eftir endilöngu og tíglamunstur rist grunnt í skorna flötinn með hnífsoddi. Eggaldinin eru sett í eldfast fat og 2 msk. af ólífu olíu burstað yfir yfirborðin á þeim, kryddað með salti og pipar, steikt í 30 mín. Á meðan er bulgurið soðið í 1 L af vatni í 15 mín., eða þar til það er soðið og mjúkt. Laukurinn er steiktur á pönnu í 1 msk. af olíu þar til hann er gylltur og mjúkur, kryddaður með cumin og steiktur í 1 mín. áfram. Vatnið er sigtað af bulgurinu og því blandað við laukinn á pönnunni ásamt kjúklingabaununum og smakkað til með salti og pipar. Kryddjurtunum, hvítlauknum, sítrónusafa- og berki, er blandað saman við restina af olíunni og smakkað til með satli og pipar. Bulgurið er sett á diska og eggladinið sett ofaná og dressingunni drussað yfir.

Verði þér að góðu :-)

Sumarlegt og frábært :-)