Engifer fingur

Það sem til þarf er:

ca. 16 stk.

125 gr. kalt smjör, saxað

55 gr. sykur

150 gr. hveiti

1/2 tsk. lyftiduft

1 tsk. malað engifer

Á toppinn:

90 gr.  kalt smjör saxað

2 msk. sýróp

120 gr. flórsykur

150 gr. gróf saxaðar macadamíu hnetur

50 gr. fínsaxaður sultaður engifer, vökvi síaður frá

Þessar eru sælgæti, stökkar með seigum karamellutoppi með rjómakenndum macadamíu hnetum og hita frá engiferinum.  Svolítið kryddbragð án þess að vera yfirþyrmandi.  Það er fljótlegt að baka þessa fingur og geymast örugglega ágætlega, ef það reynir á það.

En svona gerum við:  

Ofninn er hitaður í 190°C.  20x30 cm. kantað form er smurt og klætt með pappír uppá hliðarnar, ca. 2 cm uppfyrir brúnina á forminu.   Smjör og sykur er þeytt létt og ljóst í hrærvél, þá er hveiti, lyftidufti og engifer bætt útí og hrært saman á lágum hraða þar til deigið hangir saman, ekki þeyta of mikið.  Deiginu er jafnað í formið og ýtt smávegis upp til að búa til kant.  Bakað í 15 mín.  Kælt í forminu, allavega í 15 mín.  Allt hráefni í toppinn er sett í pott og hitað saman að suðu, síðan smurt yfir kaldan botninn og bakað í 10 mín.  Kakan er kæld í forminu, svo er hún skorin í 16 fingur.  

Verði þér að góðu.. :-)

Gómsætir fingur 🤩