Vanilla Sour

Það sem til þarf er:

f. 2

Vanillusýróp:

1 dl sykur

1 dl vatn

1/2 vanillustöng, klofin (hýði og korn í pottinn)

Drykkur:

8 cl whisky

4 cl vanillusýróp

4 cl nýkreistur sítrónusafi (smakka, hann getur verið mis súr)

1 msk. eggjahvíta

Klaki

Reykavík Coctail weekend!

Það er eitthvað svo mikið dekur að sitja á háum barstól og hlusta á ísmolana molna í hristaranum hjá barþjóninum þegar hann hristir saman einhverja framandi blöndu og hellir henni svo, með faglegri sveiflu í glasið.... mmm ;-) Það verður allt fljótandi í kokteilum í Reykavík um helgina :-) Flestir barir með eitthvað sérstakt á dagskrá og svo Íslandsmót barþjóna á Hilton Hótel á sunnudaginn.

En vindum okkur i smá hristing:

Whiskey Sour er gamall klassískur kokteill, en hérna er nýr snúningur á honum, vanilla. Jafnvægið á milli sykurs og sýru er alltaf persónulegt, svo þú skalt smakka til svo þú fáir akkúrak blönduna sem þú vilt.

Sykur, vatn og vanillustöng eru sett í pott og og látin malla saman rólega í smá stund, kælt.

8 cl Whisky, 4 cl sítrónusafi, 4 cl kalt vanilusýróp, eggjahvíta og klaki er sett í kokteilhristara og hrist MJÖG DUGLEGA, svo eggjahvítan freyði. Hellt í 2 glös og notið strax :-)

Happy drinking!

Love it!