Grilluð kjötbollu samloka

Það sem til þarf er:

f. 2

2 langlokubrauð, klofin eftir endilöngu

1 msk. ólífu olía

6 stórar eldaðar kjötbollur eða 10 -12 litlar, skornar í tvennt

1 poki af litlum Mozzarella ostakúlur, skornar í tvennt

1 - 1 1/2 dl Marinarasósa

Ca. 1/2 dl saxaður niðursoðinn jalpeno pipar

Það er engin leið að borða þessa snyrtilega, svo nóg af servíettum er alveg nauðsynlegt og eitthvað ískalt að drekka með :-) Við tvö, grilluðum oft svona matarmikla kjötbollusamloku í kvöldmatinn, þegar við vorum búin að vera úti að mála bústaðinn allan daginn í góða veðrinu. Okkur fannst við eiga það svo skilið, útivinnan gerir mann svo svangan, ein svona afgreiddi það :-)

Svona gerum við:

Það má grilla þessa á útigrilli eins og við gerðum eða á hana á samlokugrilli i eldhúsinu. Allavega þarf að undirbúa og hita grillið fyrst. Skorpuhliðiðn á brauðunum er pensluð með olíunni. Neðri helmingurinn á brauðunum er smurður með ca. 2 msk. af sósunni (ég notaði pastasósu með basil frá Sacla) síðan er bollunum, ostinum og piparnum jafnað huggulega ofaná. Restini af sósunni er svo dreyft yfir. Efri helmingurinn af brauðiinu er lagður varlega ofaná og pressað létt saman.

Útigrill: Ef þú ætlað að grilla samlokurnar úti er þeim pakkað í álpappír og þær grillaðar á efri grindinni í ca. 10-12 mín. á meðalhita og snúið reglulega á meðan. Álpappírinn er tekinn utanaf og athugað hvort brauðið er ekki gyllt og ostuinn bráðinn. Annars er gott að bregða samlokunni álpappírslausri í smástund á grillið.

Samlokugrill: Samlokan er grilluð í 4-5 min., þar til osturinn er bráðinn og brauðið gyllt. Einn ískaldur á kantinum er ómissandi með.

Verði þér að góðu :-)

Við áttum þetta svo skilið 🤗