Spicy fried rice

Það sem til þarf er:

f. 6

3 bollar soðin hrísgrjón

2 msk. hnetuolía, eða grænmetisolía

4 egg, létt þeytt

1 tsk. sesamolía

1 miðlulngs stór laukur, saxaður

2 hvítlauksrif, marin

1 msk. rifin fersk engiferrót

1-2 rauð chili, í sneiðum eða fínt saxað

(ath. hitinn kemur úr fræunum og hvítu húðinni inní chiliinu)

1 msk Sambal oelek (fæst víða í verslunum)

200 gr. rækjur, afþýddar og bleytan látin renna af þeim

100 gr. grænar baunir (frosnar ekki úr dós)

100 gr. mais baunir, mega vera úr dós

160 gr. beikon, í bitum

1 msk. soya sósa

1 mskk. ostru sósa

1 tsk. five spice powder

120 gr. baunaspírur

2 vorlaukar, saxaðir

Take away uppáhald, gert heima....

Svona er farið að:

Það er gott að sjóða grjónin daginn áður og dreyfa vel úr þeim á plötu eða bakka og láta þau standa óvarin yfir nótt í ísskáp svo þau þorni svolítið. Ef þú hefur ekki tök á því, er það ekkert mál í sjálfu sér, en þá loða þau frekar saman. 1 tsk. af hnetuolíu er hituð í wok pönnu. Fyrst byrjar þú á því að þeyta eggin og hellir helming af hrærunni í wokinn og dreifir vel úr kökunni með því að velta henni í pönnunni, svo snýrðu kökunni og steikir í augnablik á hinni hliðinni, og endurtekur svo þangað til eggjahræran er búin. Síðan rúllarðu kökun-um upp meðan þær eru enn volgar og lætur þær bíða. Restin af olíunni er hituð í wok-inum og útí fer: Sesamolían, laukur, hvít-laukur, engifer, chili og sambal oelek, látið malla þar til laukurinn er mjúkur. Þá er beikoni og baunum bætt útí og látið malla smástund. Að lokum er hrísgrjónum,sósum, kryddi, rækjum, vorlauk og bauna-spírum bætt útí og hitað vel í gegn og svo allra síðast eggjakökunum sem þú skerð í þunnar sneiðar og leggur ofaná. Ég ber þennan rétt alltaf fram í wokinum, finnst það eiga við. Að sjálfsögðu borðað með prjónum sem skapar oft skemmtileg stemmingu í kringum borðið, en um að gera að láta alla prófa fyrst (svo má bjóða gaffal) ;-)

Verði þér að góðu :-)

Takaway@home