Calamares með lime/hvítlaukssósu

Það sem til þarf er:

f. 2-3

1 poki frosinn calamares

Olía til að steikja uppúr

Sjávarsalt

Sósa:

2-3 msk. majones

Ca. 1 dl. sýrður rjómi, 10%

2-3 hvítlauksrif, marin og söxuð

1/2 búnt steinselja, söxuð

Fín rifinn börkur af 1/2 lime

1 tsk. limesafi

Salt og pipar

Calamares er skemmtilegur sem forréttur eða til að narta í yfir kertaljósi og köldu hvítvíni með elskunni þinni :-)

Svo geri ég:

Mér finnst best að láta smokkfiskinn þiðna að mestu áður en ég steiki hann, annars spýtist olían útum allt, og hafa tilbúinn disk með eldhúspappír á til að taka á móti steikta fiskinum þegar hann kemur uppúr feitinni, og láta alla aukaolíu leka af.   Olían er hituð í þykkbotna potti, hún er tilbúin ef þú setur brauðmola útí og olían freyðir í kringum hann. Ég hef alltaf góða ofnhanska og lokið af pottinum tilbúið til öryggis.

Mér finnst mátulegt að steikja 4-5 hringi í einu og snúa einu sinni á steikingartímanum, þetta tekur ekki meira en mínútu.  Svo eru hringirnir látnir jafna sig á tilbúna disknum með papp- írnum og saltaðir með góðu sjávarsalti.

Sósan:

Hún er ekkert nákvæm en þetta er ca. það magn sem fer í hana, það er líka gott að hafa sítrónu í staðinn fyrir lime.  Svo eru herlegheitin borin fram meðsósunni, sítrónu og limebátum.

Verði þér að góðu :-)

       Gott á föstudögum 🥂