Hráskinku vafðar lamba medalíur

Það sem til þarf er:

f. 4

2 msk. kapers, fínsaxaður

2 marin hvítlauksrif

1 msk. fínsaxað rósmarín

Fínrifinn börkur af 1 sítrónu 

2 msk. ólífu olía

8 lamba medalíur, um 5 cm á þykkt hver

Trufflusalt og nýmalaður svartur pipar

8 sneiðar af hráskinku

2 msk. grænmetisolía

Spínat með hvítlauk og múskati:

2 msk. ólifu olía

600 gr. spínat

2 hvítlauksrif í þunnum sneiðu

Fínrifinn börkur af 1 sítrónum

Sjávaralt og nýmalaður svartur pipar

Ferskrifin múskat hneta

Helgin er að detta inn.  Klassísk spurning, hvað á að hafa í matinn um helgina?  Ég mæli hiklaust með þessari uppskrift.  Það er hægt að kaupa lamba medalíur tilbúnar í sumum verslunum, en það er ekkert mál að úrbeina hrygg og skera svo í passlega þykkar sneiðar eins og ég geri.  Kosturinn við að úrbeina sjálfur, er að þá getur maður ráðið þykktinni á sneiðunum, þær mega ekki vera of þunnar.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C.  Olíunni, kapers, mörðum hvítlauk og sítrónuberkinum, trufflusalti og pipar er blandað saman á grunnum disk.  Medalíunum er velt uppúr blöndunni og látinar marinerast undir plastfilmu í nokkrar klst.  Hráskinkusneiðarnar eru brotnar saman eftir endilöngu og vafið utanum medalíurnar.  Það er ágætt að stinga grillpinna í gegn til að halda skinkunni á sínum stað.  Grænmetisolían er hituð á ofnþolinni pönnu.  Skinku vöfðu brúnirnar á medalíunum eru brúnaðar allan hringinn og lambinu svo lokað á báðum hliðum.  Pönnunni er stungið í ofninn og bakað í 12-15 mín., eftir því hvað þú vilt hafa kjötið bleikt og hvað sneiðarnar eru þykkar.  Látið hvílast í smástund, undir álpappírs loki eftir að það er tekið úr ofninum.  

Spínatið:  

Olían er hituð í wok eða stórri pönnu.  Hvítlaukurinn er hitaður varlega í um 1/2 mín. (passa að brenna hann ekki), þá er spínatinu bætt á pönnuna og það látið "visna" á pönnunni, kryddað með salti og pipar og vel af nýrifnu múskati og sítrónuberkinum.  Borið fram með glasi af góðu rauðvíni.

Verði þér að góðu :-)

Elegant 🍷