Súkkulaði french toast

Það sem til þarf er:

F 4.

3 egg

185 ml. mjólk (eða kókos-/möndlumjólk)

1 msk. sykur

Salt á milli fingra

20 gr. smjör

8 sneiðar hvítt samlokubrauð

100 gr. mjólkursúkkulaði dropar frá Sírius

Flórsykur

Nú er um að gera að gleðja sálina í gegnum magann, þar sem við eigum að halda okkur heima og hlýða Víði.  Það virðist ekki vera neitt lát á veðurofsa hjá okkur þetta árið, appelsínugul viðvörun er eitthvað sem við erum orðin alvön.  Svo eru það hörmungarnar sem fylgja Covid-19 um allan heim.  En, við ætlum ekki að sökkva okkur í of þungar vangaveltur um það núna, páskarnir eru að koma með öllu súkkulaðinu sem þeim fylgja og við ætlum að njóta þess í tveggja metra fjarlægð frá öðrum.  Bættu þessari uppskrift við morgunverðarsafnið þitt, þú átt eftir að hugsa hlýtt til mín þegar þú smakkar, verði þér að góðu, mín var ánægjan 😊

Svona gerir þú:

Mjólk, egg, salt og sykur eru slegin vel saman, í rúmgóðu fati. Fjórar sneiðar af brauðinu eru lagðar í blönduna og velt einu sinni í henni. Smjörið er hitað á pönnu og sneiðarnar eru settar á pönnuna, súkkulaðinu er dreift jafnt á milli sneiðanna.  Hinar fjórar sneiðarnar eru settar í eggjablönduna og bleyttar vel.  Sneiðarnar eru settar ofan á súkkulaðið og þrýst létt á.  Samlokunum er snúið  og þær steiktar á hinni hliðinni, þar til þær eru gylltar og súkkulaðið vel bráðnað.  Teknar af pönnunni og settar á disk og stráðar með flórsykri. 

Verði þér að góðu :-) 

Hættulegt 🤡