Po´boy með spicy rækjum

Það sem til þarf er:

F. 2

10 gr. hveiti

2 msk. Cajun spce mix

100 gr. gott brauðrasp

200 gr. tígirsrækjur

2 egg

Olía til að steikja úr

2 lítil baguette (langlokustærð) eða 1 venjulegt

1/4 haus Icebergsalat, í þunnum sneiðum

Cajun remúlaði:

2 msk. majones

1 msk. Dijon sinnep

1/2 hvítlauksrif, marið

Nokkrir dropar af Tabasco sósu

1/2 tsk. paprikuduft

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Po´boy er klassísk samloka sem á rætur sínar að rekja til New Orleans, frá því seint á 19. öld. Hún er oftast borin fram með steiktum ostrum á milli eða rækjum, en stundum kemur fyrir að hún er með hvoru tveggja á milli, þá er hún kölluð "La Mediatrice"

Svona geri ég:

Allt sem fer í remúlaðið er sett í skál og hrært saman og kyddað til með salti og pipar, geymt í kæli þar til á að nota það.

Rækjurnar: Hveitið og helmingurinn af Cajun kryddinu er sett á disk og blandað vel saman, restinni af kryddinu er blandað saman við brauðraspið á öðrum disk. Eggin eru þeytt í skál. Fyrst er rækjunum velt upp úr hveitinu, síðan í þeyttu eggin og að lokum þaktar í kryddaða raspinu. Ca. 3 cm djúp olía er hituð á þykkbotna stórri pönnu og rækjurnar eru steiktar í olíunni í ca. 1 mín. á hvorri hlið, þar til þær eru orðnar gylltar. Látið leka af þeim á eldhúspappír. Brauðið er klofið eftir endilöngu að 3/4, báðir helmingar eru smurðir með góðu lagi af remúlaði, síðan er slatti af söxuðu Iceberg salati settur inn í og svo er rækjunum hlaðið inn í. Svo er bara að skella sér í að borða þessa dýrð, það er æði að hafa ískalt öl með.

Verði þér að góðu :-)

Gooodness me 🤗