Fylltar paprikur 

Það sem til þarf er:

F. 2-3

2 stórar rauðar paprikur

1 1/2 msk. ólívu olía

300 gr. kalkúnahakk

1/2 lítill laukur, saxaður

1 hvítlauksrif, marið

1 tsk. cumin

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

4-5 sveppir, í sneiðum

1 dós niðursoðnir saxaðir tómatar

1 msk. tómat purée

1 kjúklingateningur

Oreganó 

100 gr. rifinn mozzarella

Meðlæti:

Gott grænt salat


Miðjarðarhafstemmingin í hávegum höfð.  rosalega góður matur, hollur og auðveldur að búa til.  Frábært að nýta paprikurnar íslensku sem nóg er til af núna. Bragðmikið  kalkúnahakkið er fitulítið og skemmtileg tilbreyting frá nautahakkinu.  endilega að prófa þennan fallega yndislega góða mat :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 190°C.  Paprikurnar eru þvegnar vel og skornar í tvennt eftir endilöngu og fræhreinsaðar.  Settar á bökunarplötu með pappír á og ólívu olíu drussað ofan í þær ásamt salti og svörtum pipar.  Steiktar í ofninum í 15 mín.  Á meðan er 1/2 tsk. af olíu hituð í pönnu á meðalhita og hakkið steikt í nokkrar mínútur.  Sett á disk og restin af olíunni hituð á pönnunni.  Laukur og hvítlaukur steiktur í 2-3 mín., þá er sveppunum, cumin og óreganó bætt á pönnuna.  Hakkinu er bætt útí ásamt tómötunum og maukinu, kjúklingateningurinn er mulinn útí og steikt áfram í nokkrar mínútur, smakkað til.  Hakkinu er skipt á milli paprikuhelminganna og ostinum dreift ofan á.  Stungið í ofninn aftur og bakað í 15 mín., eða þar til osturinn er gylltur  og paprikurnar fullbakaðar.  Bornar fram með góðu grænu salati að eigin vali.

Verði þér a góðu :-) 

Dásamlegur kvöldmatur 🫑