Laxarúllur með dilli

Það sem til þarf er:

Ca. 30 bitar.

3 Tunnbröd frá Polarbröd (fæst í flestum búðum)

1 dós sýrður rjómi 18%

200 gr. reyktur lax, saxaður

1 pakki ferst dill, smátt saxað

¼ tesk. sítrónusafi

Gómsætar og einfaldar. Hljómar eins og draumur, svo er líka ekkert mál að búa þær til daginn áður en þú ætlar að nota þær.

En svona eru þær gerðar:

Sýrða rjómanum, laxinum, dilli og sítrónusafa blandað í skál. Blöndunni er skipt á milli brauðanna og smurt útí jaðrana nema á annarri langhliðinni þá skilurðu eftir um 1 cm ósmurðann. Svo rúllarðu brauðinu upp á langhliðinni, mér finnst gott að láta brauðið bíða í svona 1 klst. í ísskáp áður en ég sker það niður í bita.

Verði þér að góðu :-)

Draumur á fati :-)