Risotto alla Milanese

Prentvæn útgáfa

Það sem til þarf er:

f.6

1 líter kjúklingasoð

Sjávarsalt og svartur pipar

150 gr. smjör við stofuhita

2 msk. ólífu olía

1 meðalstór rauðlaukur, skrældur og fínsaxaður

300 gr. risotto hrísgrjón

1 tsk. saffran, bleyttir í svolitlu soði

75 ml. extra dry hvítur Vermouth

175 ferskur rifinn parmesan

Risotto alla Milanese er klassískt meðlæti með Ossobuco. Mér hættir til að vera alltaf að smakka það... ;-) mér finnst það svo gott.....

En svona er aðferðin:

Kjúklingasoðið er hitað og athugað hvort þurfi að krydda það. 75 gr. af smjörinu og öll olían er hituð í stórum potti og laukurinn steiktur þar til hann er mjúkur, um 20 mín. Þá er grjónunum bætt útí og potturinn tekinn af hitanum á meðan hrært er í grjónunum svo þau smjörhúðist öll, ca. 1 mín. Potturinn er settur aftur á hitann og 2 ausum af soði hellt útá (eða nóg til að hylja þau), og látið malla þar til mest af soðinu er gufað upp, hrært í á meðan. Þá er saffraninu bætt útí svo er haldið áfam að hella nokkrum ausum af soði og hrært í meðan það sýður niður. Þú notar nærri allt soðið en grjónin verða "al dente". Þá er restinu af smjörinu bætt við í smáum bitum, og að lokum Vermuthinu og ostinum. Passa að ofhræra ekki. Borið strax á borð..... yummý

Verði þér að góðu :-)

Hér er linkurinn á Ossobuco

Alltof gott:-)