Stökk Parmesan egg

Það sem til þarf er:

F. 2

1 tks. ólívu olía

3/4 bolli gróf rifinn Parmesan ostur

4 egg

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Egg eru dásamlegt, fullt hús matar.  Við erum ekkert að flækja málin hér, förum lóðbeint í málið og pörum þau við parmesanost og steikjum svo herlegheitin.  Osturinn veður stökkur og eggjarauðan mjúk og djúsý, einfaldari og ljúffengari verður morgunmaturinn varla!

Svona gerði ég:

Best er að nota smíðajárnspönnu sem eru vel "seasoned" eða teflonpönnu svo það sé auðvelt að ná eggjunum af pönnunni.  Olíunni er dreyft í þunnu lag yfir pönnuna og hún hituð miðlungs heit.   Ostinum er dreift í jöfnu lagi yfir alla pönnuna og honum leyft að bráðna og  aðeins byrja að brúnast í jöðrunum.  Þá eru eggin brotin yfir ostinn og þau steikt í 3-4 mín., þar til brúnirnar eru gylltar og stökkar. Ef osturinn dökknar of hratt skaltu lækka hitann á pönnunni. Smakkað til með salti og pipar.  

Verði þér að góðu:-)

Eggjandi 🧀