Pylsur, sinnep & spínat

Það sem til þarf er:

f. 3-4

4 stórar medisterpylsurfrá kjötkaupanninum, eða aðrar sem þú vilt

1 stór sæt kartafla, skorin í þunna báta

1 msk. ólífu olía

2 msk. grófkorna sinnep

3 msk. glært  hunang

1 poki spínat

Dressing:

5 msk. ólífu olía

2 msk. hvítvínsedik

1 rauðlaukur, í þunnum sneiðum

Ein með öllu.... er stundum það besta sem ég fæ :-)  Í dag er hægt að fá svo mikið af vönduðum og góðum pylsum, að það er ekkert mál að gera skemmtilega og holla rétti úr þeim.

En svona er þetta:

Ofninn er hitaður í 200° C.  Pylsurnar sem ég notaði eru ósoðnar, ég skáskar þær og velti upp úr olíunni með kartöflubátunum í eldföstu fati og bakað í 30 mín., (ef þú notar venju- legar pylsur sem eru soðnar, er best að setja þær í fatið síðustu 10 mín.)  Sinnepi og hun-angni hrært saman í bolla.  Eftir 20 mín. er fatið tekið úr ofninum og kartöflum og pylsum velt upp úr sinnepsblöndunni og bakað áfram í 10 mín. Laukurinn er skoinn í þunnar sneiðar, og látinn standa í edikblöndunni á meðan pylsurnar bakast svo hann meyrni aðeins. Þegar pylsurnar eru tilbúnar er spínati og lauknum ásamt dressingu blandað saman og borið fram.

Verði þér að góðu :-)

Góð pulsa klikkar ekki 👌🏻