Gratínerað eggaldin

Það sem til þarf er:

F. 3-4

2 eggaldin

2-3 msk. ólívu olía

3-4 msk.  tómat pestó

250 gr. Mozzarella kúlur, í bitum

350 gr. krukka chili krydduð pastasósa

50-100 gr. brauðteningar, muldir

50 gr. Parmesan ostur


Vantar þig uppskrift af einhverjum djúsý huggumat á "græna" kjötlausa daginn, sem er einfalt, en rosagott. Hér er á ferðinni bragðmikill ítalskur eggaldinréttur sem slær á réttar nótur.   Endilega prófaðu!

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C.  Eggaldinin eru þvegið vel og skorin í 1 cm þykkar sneiðar.  Grillpanna er hituð á háum hita og sneiðarnar ristaðar upp úr olíunni á báðum hliðum. Lagðra til hliðar á plötu eða disk í einfalt lag.  Tómat pestóinu er smurt á aðra hliðina.  Eldfast mót er smurt að innan með olíu og smávegis í pastasósu sett í botninn.  Sneiðunum er  raðað þétt í botninn og smávegis af Mozzarellaosti og pastasósu er dreift yfir.  Haldið áfram að stafla upp lögum eins og í lasagna.  Parmesanostinum og brauðteningunum er blandað saman í skál og dreift yfir  efsta lagið, bakað í ofninum í 25  mín., þar til gratínið er gegn heitt og búbblandi. Borið farm með góðu salati ef þú vilt.

Verði þér að góðu :-)

Mæli með þessu...!!