Sætar, fylltar og bakaðar

Það sem til þarf er:

F. 4

2 stórar eða 4 litlar sætar kartöflur

Fylling:

4 msk. smjör, við stofuhita

2 msk. ljós púðursykur

1/4 tsk. salt

1/4 tsk. kanell

3-4 msk. saxaðar, léttristaðar pecan hnetur

Gott meðlæti gerir einfaldan mat, eða afganga að veislumat. Þessar sætu fylltu kartöflur geta í raun staðið einar og sér sem afbragðs-réttur, en eru frábært meðlæti með lambi eða kjúlla.

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 180°C. Ef kartöflurnar eru mjög stórar sker þær í tvennt eftir endilöngu, annars hef ég þær heilar og baka þær í um 1 klst., eða þar til þær eru mjúkar og gegnbakaðar. Á meðan er öllu í fyllinguna blandað saman í skál. Þegar kartöflurnar eru fullbakaðar, er skurður skorinn í þær eftir endilöngu og og þær kreistar opnar og þær ýfðar aðeins upp síðan er fyllingunni skipt á milli þeirra.

Verði þér að góðu :-)

Svoo sætar 🍠